Tveimur kjaradeilum vísað til sáttasemjara
VM hefur vísað kjaradeilum sínum við sveitarfélögin annars vegar og laxeldisfyrirtækin hins vegar til ríkissáttasemjara.
Upplifun samninganefndar VM er að sveitarfélögin hafi ekki áhuga á að ganga frá samningum fljótt og vel. Því hefur verið ákveðið að leita liðsinnis sáttasemjara.
Kjaraviðræður við laxeldisfyrirtækin hafa lítið þokast. Þrátt fyrir að greinin hreyki sér af því á opinberum vettvangi að vera orðin næst stærsta útflutningsgreinin þegar kemur að sjávarafurðum er vilji þeirra til að gera kjarasamning við stéttarfélög í greininni lítill. VM hefur vísað deilunni til sáttasemjara, í þeirri viðleitni að þoka málum í rétta átt.