2023
Auglýsing frá uppstillingarnefnd
Fréttir

Auglýsing frá uppstillingarnefnd

Uppstillingarnefnd VM kallar eftir framboðum vegna komandi stjórnarkjörs

Uppstillingarnefnd VM hefur hafið störf vegna stjórnarkjörs sem verður á næsta ári (árið 2024).

Stjórn- og varastjórn er kjörin til tveggja ára. Á næsta ári lýkur kjörtímabili núverandi stjórnar. Formaður er kosinn til fjögurra ára og lýkur kjörtímabil hans ekki fyrr en árið 2026.

Nefndin hvetur félagsfólk VM sem hefur áhuga á ábyrgðarstörfum innan félagsins að bjóða sig fram. Einnig geta félagar í VM tilnefnt félagsmenn sem þeir telja að eigi erindi í stjórn félagsins.

Verkefni uppstillingarnefndar VM er að stilla upp tillögu að 8 einstaklingum í stjórn félagsins og jafn mörgum til vara. 

Í 27. grein laga VM er verkefni uppstillingarnefndar skilgreint.

Uppstillingarnefnd skal ræða allar tillögur sem henni kunna að berast og kappkosta að taka tillit til starfsgreina og landssvæða þannig að stjórn endurspegli breidd félagsins.

Niðurstaða nefndarinnar er kynnt á almennum félagsfundi.

Sjá nánar í lögum félagsins.

Framboði og tilnefningum má skila inn á – eyðublaði hér.