2023
Kynning á kröfum fyrir stálvirki
Fréttir

Kynning á kröfum fyrir stálvirki

„Stálvirkjaframkvæmdir, kynning á tæknilegum kröfum,” er yfirskrift námskeiðs sem IÐAN fræðslusetur stendur fyrir þann 15. júní næstkomandi. Námskeiðið, sem er fyrir stálsmiðju og stálsmiði, er fjórar klukkustundir að lengd og hefst klukkan átt að morgni. Steven Brown kennir námskeiðið en það fer fram á ensku.

Á námskeiðinu er fjallað um staðalinn IST EN ISO 1090 og EN 3834 og rætt um hvað einstaklingar og fyrirtæki þurfa að hafa í huga þegar kemur að því að uppfylla skilyrði gæðakerfa fyrir stálframleiðslu og suðuvinnu.

Tilgangur námskeiðsins er að svara sem flestum spurningum sem stálsmiðir og fyrirtækjarekendur þurfa að kunna skil á vegna krafna í stálvirkjaframkvæmdum.