2023
„Skemmtilegast að vinna við rörasuðu“
Fréttir

„Skemmtilegast að vinna við rörasuðu“

Hafþór Karl Barkarson er nýkrýndur Íslandsmeistari í málmsuðu

„Mér finnst skemmtilegast að vinna við rörasuðu,“ segir nýbakaður Íslandsmeistari í málmsuðu á „Mín framtíð“, Íslandsmóti iðn- og verkgreina sem fram fór í Laugardalshöll í liðinni viku. Hafþór Karl Barkarson bar sigur úr bítum í keppninni. Morgunblaðið tók Hafþór, sem hefur verið félagsmaður í VM frá því í sumar, tali.

Í viðtalinu segir Hafþór, sem þreytir sveinspróf síðsumars, að það liggi vel fyrir sér að skapa og laga hluti. Hann hefur frá sumrinu 2020 unnið hjá Vélaverkstæði Kaupfélags Skagfirðinga. Hann kann sérstaklega að meta hve starfið er fjölbreytt. „Einn daginn get ég verið að gera eitthvað í heimahúsi og daginn eftir á kafi í stóru verkefni um borð í frystitogara.“

Sjá einnig: „Það verður ekki öfundsvert að dæma stykkin“

Tíu keppendur tóku þátt í málmsuðu á Íslandsmóti iðn- og verkgreina en verkefnið var, eins og VM fjallaði um hér, mun flóknara en áður. Keppendur þurftu að nota allar suðuaðferðir við úrlausn þess.

Til stendur að Hafþór keppi á Euro Skills í Herning í Danmörku árið 2025.