2023
Nýtt námskeið Iðunnar um stjórnkerfi verksmiðja
Fréttir

Nýtt námskeið Iðunnar um stjórnkerfi verksmiðja

IÐAN fræðslusetur býður nú nýtt námskeið um stjórnkerfi verksmiðja. Námskeiðið er afrakstur
samskipta Óskars Grétarssonar, leiðtoga málm- og véltæknigreina, og Kristjáns Hauks Flosasonar, tæknifræðings, við aðila sem reka hátækni fiskvinnsluhús og verksmiðjur.

Á námskeiðinu er fjallað um: stjórnkerfi verksmiðja, iðntölvustýringar, tækjabúnað, umgengni og
viðhald stjórnbúnaðar og skipulag viðhalds.

Nánari upplýsingar um námskeiðið og skráning fer fram hér.