2023
Laun hækka um 6,75%
Fréttir

Laun hækka um 6,75%

Launahækkanir vegna nýsamþykktra kjarasamninga koma nú um áramótin til framkvæmda, enda er um að ræða fyrstu útborgun frá því samningarnir voru samþykktir. Samþykkt var að hækka öll laun um 6,75% frá 1. nóvember síðastliðnum. Dagvinnulaun hækka þó að hámarki um 66 þúsund krónur. Þeir sem hafa hærri dagvinnulaun en 977.779 fá fasta krónutölu upp á 66.000 kr.

Þeir sem ekki telja sig hafa fengið hækkun launa í samræmi við samninga geta haft samband við kjaradeild Fagfélaganna. Hér fyrir neðan má sjá hvernig taxtalaun sveina hækka vegna samninganna.