2022
Staðan í kjaraviðræðum
Pistlar

Staðan í kjaraviðræðum

Almenni kjarasamningur VM er búinn að vera laus síðan 1. nóvember og fara samningaviðræður hægt af stað.

Uppi hafa verið hugmyndir hjá atvinnurekendum að gott væri að semja til skammstíma núna vegna ástandsins sem er í heiminum, iðnaðarmannafélögin hafa verið til í að skoða þann möguleika en ljóst er að samningsaðilar báðum megin borðsins verða að leggja sig fram að klára það fljótt og örugglega.

Að mínu mati ef semja á til skammstíma þarf að klára samning á næstu 7-10 dögum, ef það tekst ekki er best að semja til lengri tíma.

Gott samtal er á milli Verslunarmanna og SGS annarsvegar og iðnaðarmanna hinsvegar um hvað er að gerast við samningaborðið, það er mikilvægt að það samtal verði sem best áfram.

Ríki og sveitarfélög boða gjaldskrár- og skattahækkanir um áramót, flest tengja það verðbólgu, nauðsynjavörur hækka hratt þessa dagana og öll finnum við fyrir þeim miklu vaxtahækkunum sem hafa gengið yfir okkur.

Launafólk sér ekki eitt um að viðhalda stöðugleika í hagkerfinu, á meðan fyrirtæki og stjórnvöld fara fram með þessum hætti er ljóst að hækka þarf laun félagsmanna VM umtalsvert.

Guðm. Helgi formaður VM