2022
Sameiginleg móttaka opnuð
Fréttir

Sameiginleg móttaka opnuð

Á föstudaginn opnaði sameiginleg móttaka fyrir öll aðildarfélög og aðildarsambönd að Húsi Fagfélaganna að Stórhöfða 29 – 31.

Með þessu skrefi er stigið enn stærra skref til að auka samvinnu í iðnaðarsamfélaginu að Stórhöfða. Markmiðið er að auka enn betur þjónustu við félagsmenn þeirra félaga og sambanda sem eiga aðild að Húsi Fagfélaganna. Að sama skapi er þessi aukna samvinna liður í því að tryggja að rödd iðnaðarsamfélagsins heyrist enn frekar í samfélaginu.

Að Húsi Fagfélaganna standa:

  • Rafiðnaðarsamband Íslands
  • VM – Félag vélstjóra og málmiðnaðarmanna
  • Byggiðn – Félag byggingamanna
  • Félag iðn- og tæknigreina (FIT)
  • Samiðn – Samband iðnðfélaga
  • MATVÍS

Hér má sjá formenn þeirra sem eiga aðild að Húsi fagfélaganna klippa á borða í tilefni dagsins:

Á myndinni eru frá vinstri Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður RSÍ, Guðmundur Helgi Þórarinsson formaður VM, Finnbjörn A. Hermannsson formaður Byggiðnar, Hilmar Harðarson formaður FIT og Óskar H. Gunnarsson formaður MATVÍS.