Kjararáðstefna vélstjóra á fiskiskipum

Kjararáðstefna vélstjóra á fiskiskipum verður haldin á Hótel Selfossi dagana 6. til 8. október 2017. Á ráðstefnunni verður fjallað um málefni félagsmanna VM sem starfa sem vélstjórar á fiskiskipum. Ráðstefnan hefst kl. 13:00 föstudaginn 6. október og lýkur sunnudaginn 8. október. Gist er í tvær nætur, aðfaranótt laugardagsins 7. og sunnudagsins 8. október. Gistingin er félagsmönnum og mökum þeirra að kostnaðarlausu.

Rútuferðir verða í boði frá húsi VM að Stórhöfða 25 á föstudeginum og til baka á sunnudeginum. Félagsmenn búsettir utan höfuðborgarsvæðisins eiga rétt á endurgreiðslu ferðakostnaðar vegna mætingar á Kjararáðstefnu VM.

Skipulag ráðstefnunnar
Ráðstefnan verður sett kl. 13:00 föstudaginn 6.október. Að lokinni setningarathöfn verða flutt erindi fram eftir degi. Um kvöldið verður svo kvöldverður með mökum. Á laugardeginum verður hópavinna frá kl. 09:00 til 17:00. Kvöldverður og skemmtun með mökum frá kl. 19:00. Sunnudagur 8. október: Morgunmatur og heimferð

Félagsmenn eru hvattir til að taka dagana frá og skrá sig á ráðstefnuna.
Skráning og nánari upplýsingar hjá Guðna Gunnarssyni í síma 575 9805 eða á gudnig@vm.is

Dagskrá kjararáðstefnu VM 2017

Skráning á Kjararáðstefnu