Viðburðir

Ferd-eldri-felagsmanna

10. ágúst 2017

Ferð eldri félagsmanna VM

Ferðin verður farin miðvikudaginn 23. ágúst n.k.Lagt af stað frá Stórhöfða um klukkan 10:00. Þaðan er ekið um Hvalfjörð upp á Skaga. Þar skoðum við Akraneskirkju og fáum að heyra um hana hjá Eðvarð Ingólfssyni sóknarpresti.

Logo VM

6. júlí 2017

Skrifstofa VM

Vegna sumarfría er kjaradeild VM lokuð til 8. ágúst. Ef erindið er brýnt er best að senda tölvupóst á netfangið vm@vm.

lifeyrismal.png

12. júní 2017

Sjóðfélagar geta ráðstafað sjálfir viðbótariðgjaldinu - það eru stærstu tíðindin

Stefnt er því að 1. júlí 2017 taki gildi sú breyting í lífeyrissjóðakerfinu að sjóðfélagar geti tekið hluta lögbundins skylduiðgjalds í lífeyrissjóði sína og sett í sérstaklega skilgreinda séreign. „Þetta verður ein stærsta breytingin í lífeyrissjóðakerfi landsmanna í áratugi,“ segir Þorbjörn Guðmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða.

Logo VM með texta

2. júní 2017

Uppstillinganefnd VM hefur hafið störf

Uppstillingarnefnd VM kallar eftir tillögum og tilnefningum frá félagsmönnum vegna framboða til: formanns VM tímabilið 2018-2022 og stjórnar og varastjórnar VM tímabilið 2018 til 2020. Þeir félagsmenn sem hafa áhuga á að bjóða sig fram eru beðnir að leita til einhvers af nefndarmönnum.

IMG_8733-2.JPG

1. júní 2017

Afhending Sveinsbréfa

Þann 31. maí sl. afhenti VM – Félag vélstjóra og málmtæknimanna og Málmur – samtök fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði, sveinsbréf í málmiðngreinum. Sveinsbréfin voru afhent í hófi sem haldið var fyrir útskriftarnema og maka í húsakynnum VM.

Golfmot-vm-keilir-2016-small.JPG

15. maí 2017

Golfmót VM 2017

Golfmót VM verður haldið á Keilisvellinum þann 11. ágúst 2017. Ræst verður frá kl. 12:00 til 14:00 Ath. Allir þátttakendur verða að hafa skráða forgjöf. Sett verður forgjöf á þá sem hafa hana ekki. Þátttökugjald er kr.

saga-velstjorast.JPG

11. maí 2017

Saga vélstjórastéttarinnar á Íslandi

VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna hefur gefið út sögu vélstjórastéttarinnar á Íslandi. Félagsmál, kjarabarátta, menntamál og breyttir atvinnuhættir eru hryggjastykkið í sögu allra stétta og öllum þessum þáttum eru gerð góð skil í bókinni.

Picture-ASI.jpg

3. maí 2017

ASÍ óttast að fleiri fresti læknisheimsóknum

Þann 1. maí sl. tók gildi nýtt greiðsluþátttökukerfi fyrir heilbrigðisþjónustu. ASÍ hefur tekið saman dæmi um kostnaðaraukningu þeirra sem ekki hafa náð kostnaðarþakinu í nýja kerfinu sem er í mörgum tilfellum gríðarleg.

1mai-2016_95.jpg

26. apríl 2017

Hátíðarhöldin á landinu 1. maí 2017

Alþýðusambandi Íslands hafa borist tilkynningar um 1. maí hátíðarhöld í 30 sveitarfélögum á landinu. Þar fyrir utan eru stóru stéttarfélögin í Reykjavík öll með vegleg kaffisamsæti víðsvegar um borgina eftir að útifundinum á Ingólfstorgi líkur.