Fréttir

samgongustofa-logo.png

23. júní 2017

Gildistími læknisvottorða samkvæmt STCW samþykktinni er nú aðeins 2 ár

Samgöngustofa telur að það sé tilefni til þess að vekja athygli á því að gildistími læknisvottorða sem gefin eru út samkvæmt ákvæðum STCW samþykktarinnar er nú aðeins 2 ár. Það þýðir að sjómenn verða að huga að því að endurnýja læknisvottorð á tveggja ára fresti, alveg óháð gildistíma atvinnuskírteina.

Rör stillt af.jpg

19. júní 2017

Hækkun á mótframlagi í lífeyrissjóð og aukið valfrelsi

Hækkun á mótframlagi atvinnurekenda í lífeyrissjóð Þann 1. júlí 2017 hækkar mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð á almennum vinnumarkaði  um 1,5% og verður þá 10%. Skylduiðgjald til lífeyrissjóðs mun frá 1. júlí 2017 nema samtals 14% sem skiptist í 4% iðgjald launamanns og 10% mótframlag atvinnurekenda.

IMG_9117.JPG

12. júní 2017

Heiðranir og viðurkenningar á sjómannadaginn

Á sjómannadaginn 11. júní 2017 heiðraði Sjómannadagsráð Reykjavíkur Svein Kristinsson vélstjóra.Neistinn, viðurkenning VM og Tryggingamiðstöðvarinnar fyrir fyrirmyndar yfirvélstjórastörf var veitt í tuttugasta og fimmta sinn, en hana hlaut Óli Már Eyjólfsson, yfirvélstjóri á skipinu Helgu Maríu AK 16. Sveinn Kristinsson er fæddur 29. Janúar 1941 í Húsavík eystri N-Múlasýslu.

Ferd-eldri-felagsm-VM

8. júní 2017

Ferð eldri félagsmanna VM

Ferð eldri félagsmanna VM verður farin seinnihlutann í ágúst.Ferðin verður auglýst á heimasíðu VM þegar frekari upplýsingar liggja fyrir. Skráning í ferðina verður auglýst síðar.

IMG_5119

29. maí 2017

Opnun sundlaugar og tjaldsvæðis VM á Laugarvatni

Sundlaugin á Laugarvatni verður opnuð föstudaginn 02.06.2017. Opnunartími er eins og áður hefur verið frá kl. 10.00 til kl. 20.00. Tjaldvæðið á Laugarvatni opnar að hluta föstudaginn 02.06.2017. Það verða nokkur stæði sem opna seinna í júní.

Logo VM með texta

15. maí 2017

Sérfræðingur á kjarasviði

VM – Félag vélstjóra og málm­tækni­manna óskar eftir að ráða til starfa sérfræðing á kjara­sviði Leitað er að öflugum og fram­sæknum einstak­lingi með mikla þjón­ustu­lund sem hefur áhuga á kjara- og rétt­inda­málum launa­fólks.

Logo VM með texta

12. maí 2017

Hefur þú áhuga á að starfa í nefndum á vegum VM

Hefur þú áhuga á að starfa í nefndum á vegum VM. Þær nefndir sem skipa á í eru Lífeyrisnefnd VM og Fagnefnd sjómanna. Nánari upplýsingar um nefndirnar eru hér að neðan. Áhugasamir vinsamlega sendið tölvupóst á netfangið gudnig@vm.

Akkur-2017-small.JPG

10. maí 2017

Akkur-úthlutun 2017

Akkur, Styrktar- og menningarsjóður VM, úthlutar fjárstyrkjum til rannsóknarverkefna, brautryðjenda- og þróunarstarfa, menningarstarfsemi og listsköpunar. Markmið og verkefni sjóðsins er að styrkja m.

Logo VM

3. maí 2017

Launahækkun 1. maí 2017

Samkvæmt almenna kjarasamning VM við SA hækka laun og launatengdir liðir um 4,5% frá og með 1. maí 2017. Athugið að launahækkunin tekur til launa fyrir maímánuð og kemur því til útborgunar þann 1. júní næstkomandi.

Logo VM með texta

25. apríl 2017

Aðalfundur VM 2017

Aðalfundur VM var haldinn þann 7. apríl 2017 á Hilton Reykjavík Nordica. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf, þar sem m.a. var farið yfir skýrslu stjórnar og reikninga félagsins. Tillaga stjórnar VM um breytingar á vinnudeilu- og verkbannssjóði VM var samþykkt.